Dómar mildaðir í Rauðagerðismálinu

Angjelin Sterkaj var dæmdur í 16 ára fangelsi.
Angjelin Sterkaj var dæmdur í 16 ára fangelsi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hæstiréttur hefur mildað dóma yfir öllum fjórum sakborningunum í Rauðagerðismálinu. Angjelin Sterkaj var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Armando Beqiari að bana við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík í fyrra. Hann hafði áður verið dæmdur í 20 ára fangelsi í Landsrétti.

Þetta staðfestir Oddgeir Einarsson, verjandi Sterkaj, við mbl.is

Dómar yfir þeim Sheptim Qerimi, Claudiu Sofia Coelho Carvalho og Murat Selivrada, voru einnig mildaðir.

Qerimi hlaut tíu ára dóm, Selivrada fjögurra ára dóm og Carvalho þriggja ára. Áður höfðu þau verið dæmd í 14 ára fangelsi í Landsrétti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert