Ákærð fyrir að kasta vínflösku í andlit gests á B5

Árásin átti sér stað á skemmtistaðnum B5 í Bankastræti.
Árásin átti sér stað á skemmtistaðnum B5 í Bankastræti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært konu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á skemmtistaðnum B5 með því að hafa um verslunarmannahelgina 2019 kastað vínflösku í andlit karlmanns sem einnig var á skemmtistaðnum. Hlaut maðurinn x-laga skurð á enni vegna árásarinnar.

Málið var þingfest í síðustu viku í Héraðsdómi Reykjavíkur, en auk þess sem saksóknari fer fram á refsingu fer maðurinn fram á að konan greiði honum 900 þúsund krónur í bætur vegna árásarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert