Slagsmál við skemmtistað í austurbænum

Fram kemur í dagbók lögreglu að tilkynnt hafi verið um …
Fram kemur í dagbók lögreglu að tilkynnt hafi verið um heimilisofbeldi í Hafnarfirði í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um slagsmál við skemmtistað í austurhluta borgarinnar í dag, að því er kemur fram í dagsbók lögreglunnar. Málið er í vinnslu hjá lögreglunni á Hverfisgötu. 

Þá var tilkynnt um heimilisofbeldi í Hafnarfirði í dag og er málið í rannsókn. 

Slys varð í Garðabæ þegar knapi datt af hestbaki og kvartaði undan verk í baki og höfði.  

Ökumaður var stöðvaður í akstri í hverfi 112 vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. 

mbl.is