Nýjar stólalyftur keyptar fyrir Bláfjöll

Stólalyftur verða endurnýjaðar í Bláfjöllum.
Stólalyftur verða endurnýjaðar í Bláfjöllum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ákveðið hefur verið að hefja á ný innkaupaferli á tveimur nýjum skíðalyftum fyrir Bláfjöll. Ekki fengust nógu hagstæð tilboð í útboði sem fram fór sl. sumar.

Í framhaldinu verður hafinn undirbúningur að kaupum á fleiri lyftum þar og í Skálafelli og að koma upp snjóframleiðslu á skíðasvæðinu.

Framkvæmdum á að ljúka á árinu 2026 og er áætlað að þær kosti í heildina 5,2 milljarða króna. Jafnframt er verið að ræða möguleika á að bæta aðstöðu fyrir gönguskíðafólk í Bláfjöllum og víðar á höfuðborgarsvæðinu.

„Sveitarfélögin vilja endurnýja búnað og gera skíðasvæðin betri og aðgengilegri en þau eru í dag,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert