„Pínulítið gos“

Gosið er pínulítið að sögn Víðis.
Gosið er pínulítið að sögn Víðis. Ljósmynd/Almannavarnir

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að verulega hafi dregið úr virkni gossins síðan í nótt. Þetta hafi vísindamenn Veðurstofunnar og jarðvísindadeildar Háskóla Íslands séð þegar þeir flugu yfir svæðið núna í morgun. „Pínulítið gos,“ sagði Víðir þegar hann lýsti gosinu.

Víðir segir að það liggi blátt ský yfir eldstöðvunum sem sé merki um gasmengun, en þó sé ekkert sem bendi til hættu í byggð.

Fyrstu ljósmyndirnar í björtu af eldstöðvunum.
Fyrstu ljósmyndirnar í björtu af eldstöðvunum. Ljósmynd/Almannavarnir
Víðir Reynisson
Víðir Reynisson mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fyrstu ljósmyndirnar í björtu af eldstöðvunum.
Fyrstu ljósmyndirnar í björtu af eldstöðvunum. Ljósmynd/Almannavarnir
Fyrstu myndir í björtu af gosinu.
Fyrstu myndir í björtu af gosinu. Ljósmynd/Almannavarnir
mbl.is

Bloggað um fréttina