Nornahár í Geldingadölum

Vísindamenn fylgjast grannt með eldgosinu í Geldingadölum.
Vísindamenn fylgjast grannt með eldgosinu í Geldingadölum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sé hraunið í Geldingadölum skoðað í þaula má greina þar svokölluð nornahár í nokkru magni.

Þetta kemur fram í facebook-færslu eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands.

Þar er bent á að þessir örþunnu glerstrengir séu afar sérstök hraunmyndun sem myndist þegar teygist á hálfstorknaðri basaltbráð.

„Hárin eru mynduð úr gleri og eru afar brothætt og því öllu jafna einungis sjáanleg stuttu eftir að þau myndast, þar sem þau veðrast hratt í burtu,“ segir á síðunni.

Tíu metra hár hraunjaðar

Fram kemur að svæðið hafi breyst mikið síðustu daga og enginn lifandi hraunjaðar mjaki sér núna fram að neinu ráði.

„Litlar hrauntotur skjóta sér þó undan bröttum hraunjaðrinum af og til. Hraunjaðarinn er á sumum stöðum yfir 10 metra hár og skapar mjög hættulega hrunhættu, þar sem hann er mjög óstöðugur og á sífelldri hreyfingu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert