Landspítali færður á óvissustig

Óvissustig er nú á Landspítalanum.
Óvissustig er nú á Landspítalanum. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson.

Viðbúnaðarstig Landspítala hefur verið fært af hættustigi yfir á óvissustig vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítala en viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala tóku ákvörðun um þetta. 

Landspítali var færður yfir á hættustig 25. mars síðastliðinn.

„Í óvissustigi felst að viðbúnaður er vegna yfirvofandi eða orðins atburðar og dagleg starfsemi ræður við atburðinn,“ segir á vef Landspítala.

Þá er áréttað í tilkynningunni að reglur varðandi heimsóknir, fundi, matsali, hópaskiptingar o.s.frv. séu óbreyttar. Þar er einnig tekið fram að breytinga megi vænta ef breytingar verði gerðar á reglugerð um samkomutakmarkanir sem gildir til 15. apríl.

mbl.is