Kvöð um berjarunna mun standa

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verk.
Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verk. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirtækið ÞG íbúðir ehf., sem selur íbúðir í hinu nýja hverfi Vogabyggð, hefur ritað skipulagsfulltrúa Reykjavíkur bréf með ósk um að felld verði niður kvöð í skipulagi um gróðurþekjur og berjarunna innan sérafnotareita/einkagarða íbúða.

ÞG íbúðir eru lóðarhafi að Kuggavogi 2-14, Arkarvogi 2-15 og Skektuvogi 2-8 í Vogabyggð og seljandi íbúða á þessum lóðum. ÞG verktakar byggja íbúðarhúsin. Í bréfi forstjórans, Þorvaldar Gissurarsonar, til skipulagfulltrúa kemur fram að í deiliskipulagi sé þess krafist að sérnotafletir skuli að lágmarki hafa 50% gróðurþekju og a.m.k. einn berjarunna.

„Það er mat lóðarhafa og byggingaraðila að hér sé um óeðlilegar kröfur að ræða sem eru hindrandi og til óþurftar fyrir íbúðaeigendur og rýri auk þess gæði íbúða og möguleika íbúðaeigenda til að hámarka nýtingu sinna eigna,“ segir Þorvaldur m.a. í bréfinu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann að sérnotafletir/einkagarðar séu almennt á bilinu 5-10 fermetrar og gróðurþekjan væri því á bilinu 2,5-5 fermetrar. Sérnotafletir sem þessir séu almennt útbúnir með timburpalli, svokölluðum sólpöllum eða verönd, og þar séu oftast útigrill og fleira. Fólk sé almennt ekki með „garða“ sem séu minni en fimm fermetrar að stærð.

Fréttatilkynning Reykjavíkurborgar frá því í gær

Vogabyggð. „Sérnotafletir skulu að lágmarki hafa 50% gróðurþekju og a.m.k. …
Vogabyggð. „Sérnotafletir skulu að lágmarki hafa 50% gróðurþekju og a.m.k. einn berjarunna,“ segir í skilmálum. mbl.is/Ómar Óskarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert