Líkleg gasmengun á höfuðborgarsvæðinu

Frá eldgosasvæðinu í Geldingadölum.
Frá eldgosasvæðinu í Geldingadölum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkvæmt Veðurstofu Íslands er líklegt að gasmengun geti í dag og á morgun borist frá eldgosinu í Geldingadölum til höfuðborgarinnar og er möguleiki á að mengunar verði vart um tíma.

Á vefsíðu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Umhverfisstofnunar má sjá kort yfir staðsetningu loftgæðamælistöðva í Reykjavík en þar er hægt að fylgjast með styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2) og annarra efna. Liturinn er grænn ef styrkurinn er undir heilsuverndarmörkum fyrir öll efni. Fari styrkur einhvers efnanna yfir heilsuverndarmörk breytist liturinn í gulan eða rauðan. Sýndur er hæsti styrkur efna á hverjum tíma.

Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu skömmu eftir hádegi.
Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu skömmu eftir hádegi. Skjáskot/Ust

Almennar ráðleggingar varðandi gasmengun eru eftirfarandi

  • Lungna- og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk
  • Andið sem mest með nefi og forðist líkamlega áreynslu utandyra í mikilli mengun því það dregur úr SO2 sem kemst niður í lungu.
  • Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni.
  • Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun

Ráðstafanir til varnar SO2-mengun innandyra

  • Lokaðu gluggum og minnkaðu umgengni um útidyr.
  • Hækkaðu hitastigið í húsinu.
  • Loftaðu út um leið og loftgæði aukast utandyra.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert