Eddunni frestað

Sex ár eru síðan Ómar Ragnarsson hlaut heiðursverðlaun Eddunnar fyrir …
Sex ár eru síðan Ómar Ragnarsson hlaut heiðursverðlaun Eddunnar fyrir framlag sitt til sjónvarpssögu. mbl.is/Styrmir Kári

Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) hefur afráðið að Edduverðlaunin verði veitt með haustinu. Er það gert með það að markmiði að halda hefðbundna Edduhátíð.

Segir frá þessu í tilkynningu frá ÍKSA.

Þegar nær dregur verður tilkynnt um útfærslu á verðlaunaafhendingunni og sjónvarpsútsendingu í tengslum við hana en tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlaunanna 26. mars síðastliðinn.

Netvarp Eddunnar mun opna fyrir akademíufélaga þriðjudaginn 20. apríl og geta þeir kosið á tímabilinu 27. apríl til 4. maí 2021. Verða niðurstöður kosninganna ekki gerðar opinberar fyrr en við afhendingu verðlaunanna í haust.

mbl.is