Fimm sóttu um stöðu héraðsdómara

Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri.
Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fimm sóttu um stöðu héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá héraðsdómi Norðurlands eystra. Umsóknarfrestur rann út 12. apríl.

Umsækjendur um embættið eru: 

Herdís Hallmarsdóttir lögfræðingur,

Hlynur Jónsson lögmaður,

Karl Óttar Pétursson lögfræðingur,

Oddur Þorri Viðarsson lögfræðingur,

Sigurður Jónsson lögmaður.

Skipað verður í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum, að því er kemur fram í tilkynningu.

mbl.is