Sex íslenskir starfsmenn á Asoreyjum smitaðir

Starfsmaður tekur Covid-19 bóluefni úr flugvél á Asoreyjum.
Starfsmaður tekur Covid-19 bóluefni úr flugvél á Asoreyjum. AFP

Sex íslenskir starfsmenn Jarðborana á Asoreyjum, sem og þarlendur samstarfsmaður þeirra, hafa greinst með Covid-19. RÚV greinir frá þessu. 

Hinir smituðu eru um þriðjungur þeirra starfsmanna Jarðborana sem vinna að verkefni á eyjunum en starfsmennirnir eru alls um tuttugu talsins. Smit byrjuðu að greinast sl. þriðjudag. 

Öll smitin sem greinst hafa eru á meðal starfsfólks á næturvakt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert