Söfnun Barnaheilla hafin

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands keypti fyrsta ljósið.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands keypti fyrsta ljósið. Ljósmynd/Sigurður Unnar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, keypti fyrsta ljósið í landssöfnun Barnaheilla sem hófst í gær, fimmtudag.

Guðni kom í húsnæði Barnaheilla og keypti ljós til að sýna landssöfnuninni og baráttunni móti kynferðisofbeldi gegn börnum samstöðu. Hann fór fögrum orðum um starf Barnaheilla en þetta er í fjórða sinn sem hann kaupir ljós til styrktar þessari mikilvægu baráttu.

Söfnunin í ár ber heitið „Staldraðu við. Með þinni hjálp getum við verndað börn“ og rennur allur ágóði af sölunni í forvarnafræðslu Verndara barna. Ljósið kostar 2.000 krónur og fæst um allt land og í vefverslun Barnaheilla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert