Vægi spritts í baráttunni áfram mikið

Ketilbjöllur eru vinsælar hjá fólki sem finnst gaman að hreyfa …
Ketilbjöllur eru vinsælar hjá fólki sem finnst gaman að hreyfa sig. mbl.is/​Hari

Breyting þess efnis að ekki þurfi lengur að sótthreinsa búnað í líkamsræktarstöðvum sem gangi milli gesta í hóptímum er komin frá heilbrigðisráðuneytinu og er ekki hugmynd sóttvarnalæknis.

Enn sem áður þarf að sótthreinsa búnað milli hóptíma.

„Það er ekki sótthreinsað á milli einstaklinga innan hóptíma en það er sótthreinsað á milli hóptíma. Ég vona að það skili árangri og held að heilsuræktarstöðvarnar hafi lagt sig allar fram um að hafa allt í stakasta lagi og ég vona að það muni halda vel,“ segir Þórólfur þegar hann er spurður um þessar breytingar.

Hann segir enn fremur að vægi spritts í baráttunni við kórónuveiruna sé ekkert minna en áður og ítrekar að fólk hugi vel að persónubundnum sóttvörnum nú sem aldrei fyrr.

mbl.is