Fagnar átaki lögreglunnar

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir.
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðamiklar aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum voru kynntar í dag á fundi ríkislögreglustjóra en úrbætur innan lögreglunnar, ákæruvaldsins og dómskerfisins eru á meðal þeirra.

Þá verður ráðist í fræðslu og forvarnir fyrir ólíka aldurshópa og aðstoð bætt til þess að koma málum fórnarlamba í skýran farveg.

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, fagnar breytingunum og segir þær tímabærar. Aðgerðirnar koma beint í kjölfar umfjöllunar um miðilinn Only Fans þar sem ungt fólk selur kynferðislegt efni en notendur þess hafa skýrt frá því að efnið sé sent áfram án þeirra leyfis.

„Only Fans sýnir okkur hvað veruleiki okkar er orðinn að miklu leyti stafrænn. Öll umræðan sem tengist ofbeldi getur ekki verið með örlitla klausu aftast þar sem minnst er á stafrænt kynferðisofbeldi,“ segir Steinunn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag en ítarlega var fjallað um fund ríkislögreglustjóra um málið á mbl.is í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert