Ég græt í vinnunni minni og fæ gæsahúð

Guðrún Helga Bjarnadóttir starfar við forvarnir til að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Hún hefur haft þetta starf með höndum í rúman áratug og því miður séð of margt. Hún segist ætla að halda áfram þar til starfið hættir að hafa áhrif á hana.

Enn í dag fær hún gæsahúð, tárast og fer jafnvel að gráta þegar hún heldur fyrirlestra fyrir foreldra eða börn. Nú stendur yfir landssöfnun Barnaheilla, þar sem Guðrún Helga er verkefnastjóri innlendra verkefna. Hennar frásögn er sterk og hún kemur inn á hluti á borð við leyndarmálið. Sum leyndarmál eru falleg og má segja frá þeim síðar. Gott dæmi er afmælisgjöf sem einhver á að fá. Önnur leyndarmál er lygi. 

Ef þú færð slæma tilfinningu gagnvart einhverjum sem er að fara að passa barnið þitt, stattu þá með sjálfri/um þér.

Áhugaverður þáttur Dagmála sem er aðgengilegur öllum áskrifendum Morgunblaðsins.

mbl.is