Akureyringar voru sólbakaðir

Blíðviðri. Áhöfn seglsnekkjunnar Avar einkar heppin með veður.
Blíðviðri. Áhöfn seglsnekkjunnar Avar einkar heppin með veður. mbl.is/Margrét Þóra

Nýliðinn apríl var fremur svalur, þurr og hægviðrasamur. Mjög sólríkt var norðanlands og hafa sólskinsstundir aðeins einu sinni mælst fleiri á Akureyri í aprílmánuði. Loftþrýstingur var sérlega hár í mánuðinum.

Þetta kemur fram í tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar. Sólskinsstundirnar mældust 195,6 á Akureyri í apríl, sem er 68,1 stund yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Aðeins einu sinni hafa sólskinsstundirnar verið fleiri á Akureyri í apríl en það var árið 2000 þegar þær mældust 196,3. Í Reykjavík mældust sólskinsstundirnar 134,5 sem er 30,6 stundum færri en í meðalári.

Apríl var fremur svalur á landinu öllu og sérlega kalt var dagana 4. til 10. Að tiltölu var hlýjast á Vestfjörðum og Snæfellsnesi en kaldast inni á hálendi. Jákvætt hitavik var mest 0,1 stig á Gufuskálum. Neikvætt hitavik var mest -1,7 stig í Þúfuveri. Víða á Austurlandi var meðalhitinn í apríl lægri en meðalhiti marsmánaðar og sums staðar einnig lægri en febrúarhitinn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert