Ögrandi verkefni á Bolafjalli

Skoðunarferð á Bolafjalli og gönguferð á útsýnispallinum verður ekki fyrir …
Skoðunarferð á Bolafjalli og gönguferð á útsýnispallinum verður ekki fyrir lofthrædda.

Framkvæmdir við gerð útsýnispalls á Bolafjalli hefjast væntanlega á nýjan leik upp úr miðjum mánuði. Stefnt er að því að verkefnum á fjallinu verði að mestu lokið í september.

Á sama tíma vinnur Bolungarvíkurkaupstaður að ýmsum breytingum á skipulagsmálum sveitarfélagsins til að vera betur í stakk búinn til að taka við fjölda ferðamanna.

Áætlanir gera ráð fyrir að innan tíu ára muni um 100 þúsund manns fara árlega á Bolafjall. Útsýnispallurinn verður úr stáli og gleri og slútir fram yfir klettavegginn á um 55 metra kafla í yfir 600 metra hæð yfir sjávarmáli.

Pallurinn verður smíðaður í Póllandi og er vinnu við undirbúning og hönnun nýlega lokið, að sögn Gunnars Arnar Steingrímssonar, verkefnastjóra hjá Eykt, sem sér um framkvæmdir í Bolafjalli. Stál og vírahandrið er væntanlegt frá Póllandi til Ísafjarðar með gámaskipi Eimskipa um mitt sumar og verða gámarnir keyrðir þaðan og upp á Bolafjall. Glerhandrið sem verður á hluta pallsins kemur frá Samverki, að því er fram kemur í umfjöllun um mannvirki þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert