Fjögur ríki undir 100

Svíþjóð er það ríki sem er með næsthæsta ný­gengi kór­ónu­veiru­smita meðal þeirra ríkja Evr­ópu sem Sótt­varna­stofn­un Evr­ópu held­ur utan um. Þar er ný­gengið 691,52 á hverja 100 þúsund íbúa síðustu 14 daga. Nýgengið hefur samt lækkað mikið þar á einni viku og svipaða sögu er að segja af þeim ríkjum sem eru á lista Sóttvarnastofnunar Evrópu. Nú eru fjögur ríki með undir 100 smit á hverja 100 þúsund íbúa en hlutfallið er áfram lægst á Íslandi.

Leiðrétt klukkan 8:30 - í fyrri útgáfu fréttarinnar var sagt að nýgengið væri hæst í Svíþjóð en hið rétt er Kýpur - þar er það 1.145,38. Beðist er innilegrar velvirðingar á þessum mistökum.

Sótt­varna­stofn­un Evr­ópu held­ur utan um fjölda smita í ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins og Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins og Bret­land því ekki leng­ur talið með.

Á Íslandi eru smit­in áfram fæst eða 42,29 á hverja 100 þúsund íbúa en í Finn­landi eru þau 55,35. Í Nor­egi eru þau 111 og 176,87 í Dan­mörku. Auk Íslands og Finn­lands eru smit­in í Portúgal 60,57 og 63,74 á Möltu.

Á korti Sótt­varna­stofn­un­ar er stór hluti Nor­egs og Finn­lands nú grænn en Ísland áfram gult. 

Staðan í nokkr­um ríkj­um Evr­ópu:

  • Frakk­land 538,80
  • Ítal­ía 292,80
  • Spánn 236,78
  • Þýska­land 327,39
  • Pól­land 290,92
  • Hol­land 606,99
  • Belg­ía 391,23
  • Króatía 673,26
  • Írland 127,51
mbl.is