Uppbygging áformuð á gosslóðum

Horft yfir Meradali og Geldingadali. Á miðri myndinni má sjá …
Horft yfir Meradali og Geldingadali. Á miðri myndinni má sjá vegslóð utan í hæð en hún var notuð til að aka upp úr Meradölum og að gosinu. Hraunið hefur umlukt hæðina og lokað leiðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landeigendur Hrauns og Ísólfsskála hafa mótað í grófum dráttum stefnu um aðkomu þeirra að rekstri og uppbyggingu á gossvæðinu í Geldingadölum, sem er á þeirra landi.

Þetta kemur fram í minnisblaði starfshóps sem var skipaður til að leggja fram tillögur að uppbyggingu í kringum eldgosið til lengri og skemmri tíma. Hann skilaði minnisblaði til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

„Fyrirsjáanlegt er að áfangastaðurinn muni draga til sín verulega umferð ferðamanna á næstunni sem krefst nauðsynlegra innviða. Engir innviðir voru fyrir á svæðinu. Af þessum sökum er aðkoma margra annarra en landeigenda nauðsynleg til að bregðast við og samhæfa,“ segir m.a. í minnisblaðinu sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Landeigendur hafa ekki í hyggju að takmarka eða koma í veg fyrir umferð gangandi ferðamanna að gossvæðinu. Unnið er að því að koma rafmagni á svæðið og styrkja fjarskiptasamband. Bílastæði verður útbúið á næstu vikum og aðgangsstýringu komið upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert