12.000 fá Pfizer í vikunni

mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 12.000 einstaklingar verða bólusettir hér á landi í þessari viku með Pfizer-bóluefninu.

Um 5.000 fá fyrri bólusetningu en 7.000 einstaklingar fá seinni bólusetninguna.

Þetta kemur fram á vef landlæknis. 

Boð um bólusetningu koma í SMS-skilaboðum þar sem fram kemur hvar og hvenær viðkomandi á að mæta. Mikilvægt er að hafa símanúmer skráð í sjúkraskrá til að boðin berist. Fólk getur sjálft skráð símanúmer sitt á  Heilsuvera.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina