Samningum um snjómokstur sagt upp

Samningum við alla verktaka við snjómokstur á Akureyri hefur verið …
Samningum við alla verktaka við snjómokstur á Akureyri hefur verið sagt upp frá og með 1. október næstkomandi. Ræða á við verktaka um nýtt fyrirkomulag, m.a. að bjóða moksturinn út hverfaskipt. Morgunblaðið/Margrét Þóra

Samningum við alla verktaka sem eru með í útboðinu Snjómokstur og hálkuvarnir 2019-2022 hjá Akureyrarbæ verður sagt upp. Uppsögn tekur gildi 1. október næstkomandi.

Til stendur að breyta verklagi við snjómokstur á Akureyri en um það var fjallað á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs nýverið. Þar var samþykkt að taka upp viðræður við verktaka um breytt verklag og nýjar hugmyndir um hvað má betur fara í framkvæmd snjómoksturs í bænum og þá með hag íbúanna að leiðarljósi.

Andri Teitsson, formaður ráðsins, segir að núverandi fyrirkomulag feli í sér að þegar snjóar og augljóslega þurfi að moka snjó af götum, gangstéttum og stígum séu verktakar á útkallslista með mannskap, tæki og tól. Undir hælinn sé lagt hvort þeir eru kallaðir út, það fari eftir umfangi verksins sem framundan sé í það og það skiptið. Vel geti því verið að einhverjir bíði í startholum en séu ekki kallaðir út, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »