Fimmlembd ær á Héraði

Frá fjárhúsunum á Straumi.
Frá fjárhúsunum á Straumi. Ljósmynd/Guðfinna Harpa

Fimmlembd ær bar á Straumi í Hróarstungu á Héraði, skammt frá Egilsstöðum, í fyrrinótt. 

Kindin ber ekkert nafn en er númer 13-329 í bókum Guðfinnu Hörpu Árnadóttur bónda á Straumi. 

Guðfinna segir í samtali við mbl.is Kaldi frá Kaldbak, afi ærinnar, og þar með ærin sé með þokugen sem er gen í kindum sem skilar ofurfrjósemi. 

„Kind með hefðbundna frjósemi væri búin að eiga um það bil 16 lömb yfir ævina á hennar aldri, en hún er búin að eiga 27 lömb,“ segir Guðfinna. 

Kind númer 13-329 og lömbin hennar fimm.
Kind númer 13-329 og lömbin hennar fimm. Ljósmynd/Guðfinna Harpa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert