Katrín bólusett með Pfizer

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætti í bólusetningu í Laugardalshöll í dag.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætti í bólusetningu í Laugardalshöll í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætti fyrir stuttu í bólusetningu í Laugardalshöll, en eins og kom fram í Morgunblaðinu í dag hafði hún fengið boðun senda í gær.

Katrín fékk Pfizer-bóluefni, en í þessari viku fá um 12 þúsund einstaklingar sprautu með bóluefninu, um 5 þúsund fá fyrri bólusetningu og um 7 þúsund fá seinni bólusetningu.

Sagði Katrín blaðamönnum að henni hefði verið hálfilla við sprautur frá unga aldri og þakkaði hún hjúkrunarfræðingnum sem bólusetti hana með snertilausri kveðju, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.

mbl.is