Þyrla gæslunnar fór tvær ferðir í kvöld

Þyrla Landhelgisgæslunnar við Fossvogsspítala.
Þyrla Landhelgisgæslunnar við Fossvogsspítala. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór tvær ferðir í kvöld að sækja slasað göngufólk, eina ferð að Uxahryggjaleið og aðra í Hengilinn. Annar göngugarpanna hafði snúið sig á hné en hinn slasaðist á öxl og er því ekki um meiri háttar slys að ræða. 

Samt sem áður var þyrla send af stað, eins og varðstjóri LHG staðfesti við mbl.is, vegna þess hve löng gangan hefði verið fyrir sjúkraflutningamenn. Í báðum tilvikum var því brugðið á það ráð að senda þyrlu með sigmanni og fullri áhöfn. 

mbl.is