49% hafa fengið bólusetningu

Búið er að fullbólusetja 62.276 á Íslandi og bólusetning hafin hjá 82.499. Nú er 21,1% landsmanna 16 ára og eldri fullbólusettir og bólusetning hafin hjá 27,9%. 2,1% landsmanna  hafa fengið Covid-19 og/eða mótefni til staðar.

Rétt rúmlega eitt þúsund tilkynningar hafa borist til Lyfjastofnunar vegna mögulegra aukaverkana eftir bólusetningar við Covid-19. Langflestar þeirra eru minniháttar. 

Nánast allir 80 ára og eldri eru fullbólusettir og á áttræðisaldri hafa 96% fengið bólusetningu en 55% í þeim aldurshópi hafa fengið fyrri bólusetningu og 41% eru fullbólusett.

Í aldurshópnum 60-69 ára er bólusetning hafin eða lokið hjá 90%, 70% þeirra sem eru 50-59 ára eru búnir að fá bólusetningu og 40-49 ára eru þetta tæp 39%. 

mbl.is