Telja að staðan versni til muna

Við Fossvoginn. Stærstu sveitarfélögin ætla að auka fjárfestingar verulega.
Við Fossvoginn. Stærstu sveitarfélögin ætla að auka fjárfestingar verulega.

Af tíu stærstu sveitarfélögum landsins voru sex rekin með halla á seinasta ári. Þó að staða sveitarfélaganna sé erfið var útkoman í fyrra þó skárri en óttast var. Forsvarsmenn sveitarfélaganna virðast vera svartsýnir á útkomuna á yfirstandandi ári.

„Í fjárhagsáætlunum sveitarfélaganna fyrir árið 2021 er reiknað með að rekstrarstaðan versni til muna. Gert er ráð fyrir að rekstrarhallinn aukist úr 4,5% í 6,9% af tekjum og veltufé verði lítillega neikvætt. Átta af þessum tíu sveitarfélögum reikna með að vera með halla á rekstrinum,“ segir í nýrri úttekt hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga á ársreikningum A-hluta tíu fjölmennustu sveitarfélaganna en í þeim búa fjórir af hverjum fimm landsmönnum.

Í ljós kemur að skatttekjur þeirra voru 1,8% minni á síðasta ári en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlunum þeirra. Er áætlað að skatttekjur sveitarfélaga í heild hafi verið um fimm milljörðum kr. minni í fyrra en fjárhagsáætlanir 2020 sögðu til um. „Útkoman er engu að síður töluvert betri en óttast var um mitt síðasta ár og kemur þar til að efnahagsástand er ívið hagstæðara og ýmsar aðgerðir ríkisins hafa styrkt útsvarsstofn sveitarfélaga, að því er fram  kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert