Frumkvöðlar boðnir velkomnir

Fyrsta skóflustunga tekin að húsnæði við Ægisbraut sem mun hýsa …
Fyrsta skóflustunga tekin að húsnæði við Ægisbraut sem mun hýsa frumkvöðlastarfsemi fyrir framleiðslu á mat- og heilsuvörum. mbl.is/Jón Sigurðsson

Fyrsta skóflustunga var tekin um liðna helgi að nýju húsi á Ægisbraut 2 á Blönduósi. Stefnt er að því að byggja um 1.200 fermetra hús, en í fyrsta áfanga verða byggðir um 440 fermetrar, ætlaðir fyrir sérhæfða matvæla- og heilsuvöruframleiðslu. Byggingarkostnaður er áætlaður um 100 milljónir króna.

Í kjölfar kaupa Vilkó á heilsuvöruframleiðslu Protis af Kaupfélagi Skagfirðinga um síðustu áramót hófst ferli þar sem að koma, auk Vilkó, Protis, Náttúrusmiðjan, Ámundakinn og nú síðast Food Smart.

Í fyrsta áfanga verður heilsuvöruframleiðsla Protis flutt í húsið og síðan fleiri framleiðslueiningar sem nú eru á vegum Náttúrusmiðjunnar og Vilkó. Einnig verður lögð áhersla á að fá fleiri frumkvöðla og fyrirtæki til að hefja starfsemi í húsinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert