Friðjón sækist eftir 4. sæti

Friðjón R. Friðjónsson.
Friðjón R. Friðjónsson. Ljósmynd/mbl.is

Friðjón Friðjónsson, almannatengill og eigandi KOM, tilkynnti í dag að hann sækist eftir fjórða sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins er sameiginlegt fyrir Reykjavíkurkjördæmin og fer fram dagana 4.-5. júní næstkomandi. Fjórða sæti í prófkjöri skilar þannig öðru sæti á lista annars hvors kjördæmisins. 

Friðjón greindi frá framboði sínu í viðtali við Fréttablaðið í morgun. Á Facebook-síðu sinni segir hann fyrirvarann ekki hafa verið langan, en hann langi að vinna landi og þjóð gagn.

Friðjón nefnir sérstaklega í færslu sinni starfsumhverfi lítilla fyrirtækja, regluverk og kröfur til þeirra. 

Eins og ég segi í þessu viðtali þá þekki ég margt í umhverfi lítilla fyrirtækja sem betur mætti fara. Regluverk má einfalda, gera kröfu um skynsemi en ekki stífni af hálfu opinberra aðila og ég held að þingið hefði ágætt af því að fá inn fleiri sem hafa reynslu af því að borga laun og bera þannig ábyrgð,“ segir Friðjón á Facebook-síðu sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert