Telur að altjón hafi orðið á Haðarstíg

Frá slökkvistarfinu á Haðarstíg í gærkvöldi.
Frá slökkvistarfinu á Haðarstíg í gærkvöldi. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Engin slys urðu á fólki þegar eldur kviknaði í íbúð á Haðarstíg í Reykjavík í gær. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu telur að altjón hafi orðið á íbúðinni en slökkvistarf gekk vel.

Tilkynning um eldinn barst klukkan 17.41.

Varðstjórinn hefur ekki upplýsingar um hversu margir voru í íbúðinni. Um tvíbýli er að ræða og kviknaði í efri íbúðinni.

Haft var samband við Rauða krossinn um að útvega íbúum gistingu vegna eldsvoðans.

Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert