Áform um byggingu yfir 2.300 íbúða í Garðabæ

Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ.
Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ.

Áætlað er að í Garðabæ verði á næstu árum byggðar yfir 2.300 íbúðir af öllum stærðum og gerðum. Framkvæmdir hefjast í nýjum hverfum á þessu ári og önnur svæði bætast síðan við eftir því sem vinnu við deiliskipulag, gatnagerð og annan undirbúning vindur fram. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að þarna verði fjölbreyttar íbúðir af ýmsum stærðum í fjölbýlishúsum, einbýli, rað- og parhúsum og byggingasvæðin er að finna frá Urriðaholti í suðaustri og út á Álftanes í norðvestri.

Framkvæmdir í Ásahverfi og Álftanesi að hefjast

Gunnar segir að mikið hafi verið byggt í Urriðaholti á undanförnum árum, en uppbygging þar sé langt komin. Þar er áætlað að verði um 1.700 íbúðir og er um 600 þeirra ólokið. Samhliða og í framhaldi af Urriðaholtinu séu framkvæmdir að hefjast við Eskiás/Lyngás í Ásahverfinu miðsvæðis í Garðabæ þar sem verða 276 íbúðir í fyrsta áfanga. Einnig eru framkvæmdir að hefjast á miðsvæði Álftanes þar sem verða 252 íbúðir í fjölbýli. Þá verða lóðir fyrir parhús í Kumlamýri á Álftanesi auglýstar á næstunni, að sögn Gunnars. Gatnagerð er lokið við Lyngás og að hluta á Álftanesi. Stöðuna á einstökum svæðum má sjá á meðfylgjandi korti, en byggingasvæði eru ýmist í eigu bæjarins eða einkaaðila.

mbl.is

Unnið er að skipulagsmálum og hönnun gatna í Vetrarmýri og Hnoðraholti norður og reiknað með að lóðir fari í útboð seinna á árinu og á næsta ári. Í Vetrarmýri er fjölnota íþróttahús risið og er á áætlun að það verði tilbúið til notkunar í desember. Þá má nefna að unnið er að búsetukjörnum með 14-16 íbúðareiningum fyrir fatlað fólk.

Fyrir utan íbúðahúsnæði hafa verið skilgreind svæði fyrir atvinnustarfsemi í aðalskipulagi Garðabæjar.

Á Norðurnesi og í Víðiholti á Álftanesi er gert ráð fyrir 150-160 íbúðum í fjölbýli, einbýli og raðhúsum og er unnið að deiliskipulagi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær framkvæmdir gætu hafist. Land í Setbergi og Svínholti er ódeiliskipulagt.

Reiknað er með yfir 600 íbúðum í Vetrarmýri. Íþróttasvæðið er …
Reiknað er með yfir 600 íbúðum í Vetrarmýri. Íþróttasvæðið er til vinstri á myndinni og verður íþrótthúsið tilbúið í vetur. Fyrirhuguð skólabygging er þar fyrir ofan, en Vífilstaðir eru til hægri. Teikning/Batteríið/Sigurður Einarsson

Tæplega 18 þúsund íbúar

Íbúar í Garðabæ eru nú rétt tæplega 18 þúsund og fjölgaði um rúmlega eitt þúsund frá 1. desember 2019 til síðustu mánaðamóta. Á síðasta ári var fjölgunin hlutfallslega mest í Garðabæ í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eða um 4,5% frá 1. desember 2019 til 1. janúar 2021. Á sama tíma var hún 4,3% í Mosfellsbæ, 1,5% í Reykjavík, 1,6% í Kópavogi, 1,2% í Kjósarhreppi, en fækkun varð um 1% í Hafnarfirði og 0,2% á Seltjarnarnesi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »