Borgin svarar engu

Íbúð brann við Haðarstíg, en aðkoman er þröng.
Íbúð brann við Haðarstíg, en aðkoman er þröng. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Þrátt fyrir að eldsvoði hafi orðið við Haðarstíg síðastliðið sumar og íbúar þar vakið athygli borgaryfirvalda á afleitum brunavörnum þar bólar ekkert á endurbótum við stíginn sem fyrirhugaðar voru 2018 og 2019. Altjón varð í íbúð sem þar brann nú á fimmtudag.

„Við höfum ekki fengið svar eftir ítrekun á bréfi okkar, en fyrir tveimur árum var okkur sagt að endurbótum við götuna hefði verið frestað án skýringa,“ segir Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, formaður Samtaka íbúa við Haðarstíg.

Haðarstígur er göngustígur, ein þrengsta gata Reykjavíkur og illmögulegt að koma stórum slökkviliðsbíl þangað. Þar er enginn brunahani, sem torvaldar enn slökkvistarf í þessum þéttbýla reit, þar sem húsin standa áföst hvert öðru.

Í umfjölluin um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kveðst Halla Sólveig engar skýringar hafa fengið á því hvers vegna endurbætur við stíginn hafi tafist, en þar sé a.m.k. fjárskorti um að kenna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »