Milt veður um hvítasunnuhelgina

Búist er við björtu veðri fyrir norðan um helgina.
Búist er við björtu veðri fyrir norðan um helgina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsmenn búa sig nú margir undir ferðalög en hvítasunnuhelgin nálgast óðum. Verða því eflaust margir fegnir að heyra að búist verður við mildu veðri um helgina. Hiti verður víðast 5-10 stig. Ekki er búist við hellidembum en þó gæti komið stöku skúr.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands verður bjart víða um land á föstudag en útlit fyrir skúrir á suðurströndinni og höfuðborgarsvæðinu. Á laugardag kemur hlýrra loft inn og lítur út fyrir að hlýni norðaustan til og hiti gæti farið upp í 9-10 stig.  

Lítil breyting verður á sunnudeginum, áfram væta fyrir sunnan en austlægari átt. Á mánudag verður hægur vindur og stöku skúrir en bjart fyrir norðan.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is