Gert að hefja rannsókn að nýju

Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Ljósmynd/Lögreglan

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að rannsókn á fyrrum sambýlismanni Lindu Gunnarsdóttur, sem hún kærði í fyrra vegna líkamsárásar meðan þau voru í sambandi, skuli hefjast á ný.

Þannig hefur ríkissaksóknari fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá því í febrúar um að hætta rannsókn á málinu.

Fjallað var um málið í Fréttablaðinu um helgina þar sem Linda greindi frá því að hún hefði verið í sambandi með umræddum manni í um tvö ár þar sem hann beitti hana andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Frétt Fréttablaðsins í dag um málið.

mbl.is