Helmingur yngri en 36 ára

Í um 78% tilvika heimilisofbeldis var árásaraðilinn karl og í …
Í um 78% tilvika heimilisofbeldis var árásaraðilinn karl og í tæplega 70% tilvika var árásarþolinn kona.

Á fyrstu þremur mánuðum ársins var rúmlega helmingur árásaraðila og árásarþola í heimilisofbeldismálum tilkynntum til lögreglu yngri en 36 ára.

Í um 78% tilvika heimilisofbeldis var árásaraðilinn karl og í tæplega 70% tilvika var árásarþolinn kona.

Sjö á dag

Lögreglan á landsvísu fékk 598 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila á tímabilinu janúar til mars. Það jafngildir að meðaltali tæplega sjö slíkum tilkynningum á dag eða 199 á mánuði.

Tilkynningum fækkar um tæplega 2% samanborið við sama tímabil í fyrra og eru breytingarnar því ekki miklar á milli ára, að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 

27% fjölgun

Fyrstu þrjá mánuði ársins voru skráð 268 tilvik heimilisofbeldis, sem er tæplega 5% fækkun miðað við meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára á undan, og 330 tilvik ágreinings milli skyldra/tengdra aðila, sem er tæplega 27% fjölgun samanborið við meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert