Mikilvægt að fólk láti í sér heyra

Tillaga þar sem hús geta verið 6-8 hæðir en gildandi …
Tillaga þar sem hús geta verið 6-8 hæðir en gildandi aðalskipulag kveður á um 3-4 hæðir.

Rafræn og ráðgefandi íbúakosning hófst á Akureyri í gær um breytingu á aðalskipulagi Oddeyrar. Kosið er í þjónustugátt á vefsíðu Akureyrarbæjar og stendur kosning yfir fram að miðnætti 31. maí næstkomandi eða í fimm daga. Allir íbúar, 18 ára og eldri, með lögheimili á Akureyri geta kosið.

Sóley Björk Stefánsdóttir, formaður Stýrihóps um íbúasamráð, segir að kosningin verði ráðgefandi fyrir bæjarstjórn, ekki bindandi. „Þetta er fyrst og fremst könnun á vilja íbúa bæjarins gagnvart uppbyggingu á svæðinu,“ segir hún.

Sóley Björk segir markmiðið með kosningunni að kanna viðhorf og vilja fólks í þessum efnum og því sé mikilvægt að sem allra flestir taki þátt og láti í ljós sína skoðun á málinu. Á vefsvæði inni á heimasíðu Akureyrarbæjar eru kynntir þeir kostir sem kosið er á milli, sýndar myndir af byggingu og hæð þeirra til viðmiðunar við aðrar sem fyrir eru og eins er þar greint ítarlega frá ferli málsins frá því fyrstu hugmyndir komu upp og voru kynntar.

Valið stendur á milli fjögurra kosta, það er að velja gildandi aðalskipulag sem gerir ráð fyrir húsum upp á 3 til 4 hæðir, málamiðlunartillögu sem gerir ráð fyrir 5 til 6 hæða húsum og svo tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem kynnt var í byrjun árs og gerir ráð fyrir að á svæðinu verði einasta byggingar allt að 6 til 8 hæðir. Loks getur fólk einnig hakað við þann valkost að það hafi ekki skoðun á málinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert