Mestu annir frá upphafi faraldurs

Yfir 13 þúsund skammtar af bóluefni verða gefnir í vikunni.
Yfir 13 þúsund skammtar af bóluefni verða gefnir í vikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hátt í þrjátíu farþegaflugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli um helgina og var þetta ein annasamasta helgi frá upphafi heimsfaraldursins á vellinum.

„Þetta hefur gengið mjög vel fyrir sig en þegar fjöldinn er svona mikill þá lengist aðeins biðtíminn hjá farþegum til að komast í gegnum vottorðaskoðun og sýnatöku. Það má segja að þetta hafi verið annasamasta helgi frá því faraldurinn byrjaði,“ segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.

„Það er mjög ánægjulegt að sjá þessa fjölgun farþega á flugvellinum og hefur verið mjög gleðilegt að fylgjast með því síðustu daga,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Hann talar um bjarta tíma fram undan á Keflavíkurflugvelli og að spár geri ráð fyrir að allt að tuttugu flugfélög muni vera með starfsemi á vellinum í sumar.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að allt hafi gengið vel í sýnatökum og vottorðaskoðun á vellinum um helgina. Heilsugæslan hafi bætt í á öllum vígstöðvum, búið sé að bæta við aðstöðuna á flugvellinum og nú sé verið að þjálfa upp nýtt starfsfólk, að því er fram kemur  í umfjölun um mál þett í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert