Mikil ásókn er í þyrluflug að gosinu

Rásin sem kvikan streymir upp um er tiltölulega þröng og …
Rásin sem kvikan streymir upp um er tiltölulega þröng og nær niður á um 17 km dýpi. Talið er að hún hafi víkkað frá því eldgosið hófst. Ljósmynd/Halldór Halldórsson

Langur biðlisti er í þyrluflug að gosstöðvunum í Geldingadölum hjá tveimur þyrlufyrirtækjum sem Morgunblaðið ræddi við. Þau fljúga bæði frá Reykjavíkurflugvelli.

Nokkur þyrlufyrirtæki til viðbótar bjóða upp á slíkt útsýnisflug. Erlendir ferðamenn eru í vaxandi mæli farnir að bóka þyrluflug að gosstöðvunum. Flogið er yfir gossvæðið og síðan lent þar sem sést vel til gossins. Farþegar fá að fara út í 15-20 mínútur og njóta útsýnisins og taka myndir áður en farið er aftur í loftið.

Lendingarstaðirnir eru valdir með tilliti til veðurs og vindáttar. Til dæmis er gætt að því að gasmengun frá gosinu leggi ekki yfir staðinn þar sem lent er hverju sinni.

„Það er mikill áhugi fyrir þessu eldgosi. Það er 3-4 vikna biðlisti eftir því að komast í flug. Stundum er veðrið að hrekkja okkur og þá er erfitt að halda áætlun en þegar er gott veður þá náum við að vinna þetta niður. Annars lengist biðin,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, í Morgunblaðinu í  dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »