Yfir 100 þúsund fullbólusettir

AFP

Búið er að fullbólusetja 101.082 landsmanna við kórónuveirunni samkvæmt nýjum upplýsingum á covid.is. Nú eru 86.524 hálfbólusettir og er langstærsti hluti þeirra fólk sem fékk AstraZeneca fyrir rúmum mánuði síðan. 

Nánast allir 80 ára og eldri eru fullbólusettir og á aldrinum 70-79 ára er búið að bólusetja 97,61% en af þeim eru 44,28% fullbólusettir en 53,33% hafa fengið fyrri bólusetningu. 

Á aldrinum 60-69 ára er búið að bólusetja 93,28% en af þeim eru 40,99% fullbólusettir en 52,29% hafa fengið fyrri bólusetningu. 

Á aldrinum 50-59 ára er búið að bólusetja 87,75% en af þeim eru 44,21% fullbólusettir en 43,54% hafa fengið fyrri bólusetningu. 

Á aldrinum 40-49 ára er búið að bólusetja 64,89% en af þeim eru 33,45% fullbólusettir en 31,44% hafa fengið fyrri bólusetningu. 

Á aldrinum 30-39 ára er búið að bólusetja 41,91% en af þeim eru 23,66% fullbólusettir en 18,25% hafa fengið fyrri bólusetningu. 

Á aldrinum 16-29 ára er búið að bólusetja 31,60% en af þeim eru 19% fullbólusettir en 12,60% hafa fengið fyrri bólusetningu. 

Á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ákveðið að bólusetja aðra hverja viku í sumar með AztraZeneca og allt AstraZeneca bóluefni sem berst er notað til að gefa seinni skammtinn. Þau sem fengu boð í fyrri skammt af AstraZeneca sem þau gátu ekki nýtt sér fá boð í annað efni.

Konur yngri en 55 ára sem fengu fyrri sprautu af AstraZeneca geta valið um Pfizer eða AstraZeneca í seinni sprautu og fá boð í hvoru tveggja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert