„Gæti orðið í síðasta skiptið sem keppnin er svona“

Frá Blue Lagoon Challenge 2018.
Frá Blue Lagoon Challenge 2018.

Bláa lóns þrautin verður haldið í 25. sinn á laugardaginn. Haldi eldgos í Geldingadölum áfram gæti þetta orðið í síðasta sinn sem keppnin fari um núverandi leið. 

Keppnin fór ekki fram á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins. Jón Gunnar Kristinsson, einn skipuleggjanda keppninnar, segir að upphaflega hafi staðið til að halda keppnina síðar í sumar. Um 400 manns eru skráðir í ár, en síðustu ár hafa 750 keppendur, sem er hámarkið, tekið þátt. Enn er þó opið fyrir skráningu í mótið.

Hraunstreymið hafði áhrif á tímasetningu

 Við gát­um ekki gefið þetta út nægi­lega snemma, við ætluðum að hafa þetta seinna í sum­ar útaf fjölda­tak­mörk­un­um, en af því að hraunið fór yfir varn­argarðinn um dag­inn ákváðum við að drífa í þessu. Þetta er þó allt unnið í góðu samstarfi við Almannavarnir og aðra viðeigandi og startað verður í hólfum.  Það er stutt­ur fyr­ir­vari og marg­ir kannski ekki bún­ir að und­ir­búa sig eða vita ekki af þessu og svona,“ seg­ir Jón.

Bláa lóns þrautin hefur verið fjölmennasta fjallahjólamót ársins um langt …
Bláa lóns þrautin hefur verið fjölmennasta fjallahjólamót ársins um langt skeið. mbl.is/Golli

Jón seg­ir skipu­leggj­end­ur ekki fylgj­ast sér­stak­lega með gasmeng­un frá gos­inu á svæðinu. Það sé kepp­anda sjálfra að meta það og verða því eng­in til­mæli gef­in út. Veðurstofan gefur út mjög góða gasmengunarspá sem ég mæli með að allir kynni sér vel en eins og staðan er í dag er óþarfi að hafa nokkrar áhyggjur.  Við munum að sjálfsögðu einnig fylgjast vel með spám.

Gæti orðið ný leið að ári

Fari svo að gos haldi áfram í Geldingadölum og hraun renni yfir Suðurstrandarveg gæti verið að ný leið verði farin á mótinu að ári. 

„Þetta gæti orðið í síðasta skiptið sem keppnin er svona. Við myndum örugglega reyna að finna þá aðra leið sem er fyrir norðan gosið, ef þetta heldur áfram. Ef það fer yfir veginn en hættir svo yrði það örugglega lagað og við gætum þá haft þetta eins,“ segir Jón. 

Sem áður segir er keppnin haldin í 25. sinn í ár. Hafsteinn Ægir Geirsson hefur unnið hana oftast eða 10 sinnum. Þá eru margir keppendur sem hafa tekið þátt frá upphafi. 

mbl.is