Farga kolefni og nýta glatvarma

Grundartangi. Álfheiður Ágústsdóttir, Gestur Pétursson og Ólafur Adolfsson við undirritunina …
Grundartangi. Álfheiður Ágústsdóttir, Gestur Pétursson og Ólafur Adolfsson við undirritunina að viðstaddri Þórdísi K.R. Gylfadóttur. Ljósmynd/Þróunarfélag Grundartanga

Elkem á Grundartanga, Veitur, Carbfix, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Þróunarfélag Grundartanga hafa undirritað viljayfirlýsingu um förgun og niðurdælingu á koldíoxíði og nýtingu glatvarma frá iðnaði til hitaveitu.

Í fyrsta áfanga verkefnisins á að fanga koldíoxíð úr útblæstri Elkem til niðurdælingar á Grundartanga. Í öðrum áfanga er stefnt að framleiðslu rafeldsneytis.

Þá á að nýta glatvarma til raforkuframleiðslu og til uppsetningar á hitaveitu sem gæti þjónað iðnaðarsvæðinu á Grundartanga, Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstað. Eins fyrirtækjum sem vilja nýta varmaorku í sinni starfsemi.

Markmiðið er að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, að efla orkuskipti og nýsköpun, samkvæmt fréttatilkynningu frá Þróunarfélagi Grundartanga, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is