Myndskeið: Hljóp undan flæðandi hrauninu

Á tólfta tímanum í dag klöngraðist manneskja upp á eldfjallið í Geldingadölum og átti svo fótum sínum fjör að launa þegar hraun kom flæðandi niður hlíðina. Hægt var að sjá í myndavél mbl.is í Geldingadölum rétt rúmlega ellefu þegar manneskja hljóp undan flæðandi hrauninu.

Myndskeið af atvikinu má sjá hér að ofan. 

Í því má sjá manneskju, sem hefur gengið yfir nýstorknað hraunið, á hreyfingu afar nærri gígnum. Strókavirkni er í gígnum og án fyrirvara tekur rauðglóandi hraun að flæða úr gígnum á miklum hraða. Maðurinn virðist staldra við um stund, og tekur síðan á rás undan flæðandi hrauninu. 

Af myndskeiðinu að dæma mátti ekki miklu muna að maðurinn yrði hraunflæðinu að bráð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert