Líðan fórnarlambsins óbreytt

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Fórnarlamb hnífstunguárásar sem varð fyrir utan Fjallkonuna við Hafnarstræti er enn þungt haldið. Árásarmaðurinn var í dag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. 

Fram kom fyrr í dag að ástand fórnarlambsins, sem liggur nú á gjörgæsludeild, sé talið lífshættulegt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er líðan mannsins óbreytt. 

Átök brutust út milli nokkurra manna fyrir utan Fjallkonuna með þeim afleiðingum að einn var stunginn í kviðinn. Gerandans var leitað til klukkan tíu í morgun, en hann fannst í austurhluta borgarinnar. Allir sem að málinu koma eru Íslendingar og eru bæði fórnarlamb stunguárásarinnar og árásarmaðurinn rúmlega tvítugir. 

mbl.is