Sækja slasaðan einstakling við Meðalfellsvatn

Landhelgisgæslan hefur verið boðuð á vettvang.
Landhelgisgæslan hefur verið boðuð á vettvang. mbl.is/Árni Sæberg

Kallað hefur verið eftir aðstoð viðbragðsaðila vegna einstaklings sem slasast hefur á göngu við Meðalfellsvatn í Kjós.

Slökkviliðið, björgunarsveitir og lögreglan eru á leiðinni á vettvang en þyrla Landhelgisgæslunnar hefur einnig verið boðuð út. 

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is