Styrkir til kaupa á hjálpartækjum hækka

mbl.is/Ernir

Fjárhæðir styrkja til kaupa á hjálpartækjum munu hækka umtalsvert frá og með 1. júlí með nýrri heildarreglugerð heilbrigðisráðherra. Áætlað er að framlög til niðurgreiðslu vegna kaupa á hjálpartækjum aukist með þessu um 214 milljónir króna á ársgrundvelli, að því er fram kemur í tilkynningu Stjórnarráðsins.

Fólk með sjúkratryggingar hérlendis á rétt á styrk til kaupa á hjálpartækjum. Það er búnaður sem auðveldar fólki að takast á við athafnir daglegs lífs. Til dæmis með því að draga úr fötlun, aðstoða fólk með fötlun og auka sjálfsbjargargetu.

Reglugerðin veitir sjúkratryggingum einnig heimild til þess að veita styrki til kaupa á hjálpartækjum fyrir börn sem búa á tveimur heimilum.

mbl.is