Takmarkaðar breytingar á veðri

mbl.is/Styrmir Kári

Búast má við svipuðu veðri í dag og var í gær og fyrradag; norðaustanátt, 8 til 15 metrar á sekúndu og lítils háttar rigning suðaustanlands en skúrir eða slydduél norðaustan til. Annars bjart með köflum og þurrt. 

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands að dragi svo úr vindi í nótt, verði norðlæg eða breytileg átt 3 til 8 metrar á sekúndu á morgun. Skýjað að mestu og dálitlar skúrir á víð og dreif. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast sunnanlands. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag (lýðveldisdaginn) og föstudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað að mestu á landinu og dálitlar skúrir á víð og dreif, einkum sunnan til. Hiti 3 til 11 stig, mildast sunnanlands.

Á laugardag:
Hægviðri, skýjað með köflum og stöku skúrir í flestum landshlutum. Hiti 6 til 12 stig.

Á sunnudag:
Vestlæg átt og skýjað með köflum en þurrt. Dálitlar skúrir norðanlands. Hlýnandi veður.

Á mánudag (sumarsólstöður):
Hæg breytileg átt og bjart með köflum og hiti 8 til 13 stig.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir hæga norðlæga eða breytilega átt og bjart veður en dálitla rigningu austan til.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is