Tveggja ára fangelsi fyrir vændiskaup og ofbeldi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir …
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, vændiskaup, ofbeldi í nánu samabandi og brot gegn valdstjórninni. Ljósmynd/Þór

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, vændiskaup, ofbeldi í nánu sambandi og brot gegn valdstjórninni. 

Maðurinn er annars vegar dæmdur fyrir að hafa í tvö skipti aðfaranótt sunnudagsins 30. júní 2019 greitt fyrir vændi og fyrir tilraun til nauðgunar og sérstaklega hættulega líkamsárás. Hins vegar er hann dæmdur fyrir ofbeldi í nánu sambandi gagnvart þáverandi kærustu í apríl og ágúst 2020. 

Þá er hann dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni þegar hann reyndi að skalla lögreglumann sem var að reyna að handtaka hann í apríl 2020. Þá er hann einnig dæmdur fyrir að hafa bitið lögreglumann í lærið með þeim afleiðingum að hann hlaut mar. Í ágúst sama ár þegar lögregla sinnti skyldustörfum að handtaka manninn sparkaði hann í maga lögreglumanns með þeim afleiðingum að hann marðist. Þá hrækti hann einnig framan í lögreglumanninn. 

Maðurinn einnig dæmdur til að greiða hvorri konunni fyrir sig 1,2 milljónir í miskabætur, auk vaxta.

Dómur héraðsdóms

mbl.is

Bloggað um fréttina