Ákvörðun um gönguleið frestað

Ráðist hefur verið í gerð leiðigarðs syðst í Geldingadölum.
Ráðist hefur verið í gerð leiðigarðs syðst í Geldingadölum. Mynd/Almannavarnir

„Við glímum við mikla óvissu um það hvernig þróunin á hraunrennsli verður. Aðstæður eru sífellt að breytast,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, þegar hann er spurður um skipulag gönguleiða við gosstöðvarnar í Geldingadölum.

Þó nokkuð var af fólki við gosstöðvarnar í gær og hraunrennslið í Nátthaga vekur mikinn áhuga. Gönguleið A var lokað í vikunni og gönguleið B þykir ekki vera fyrir óvant göngufólk. Fannar segir að óvíst sé hvenær gönguleið sem hentar öllum verði opnuð.

„Við ætluðum í þessari viku að vera búin að leggja drög að nýrri gönguleið sem kæmi í staðinn fyrir gönguleið B að hluta og alfarið í stað gönguleiðar A. Nú hefur verið ákveðið að sjá aðeins til og meta stöðuna að nýju í næstu viku,“ segir bæjarstjórinn. hdm@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »