Taka fatagámana til skoðunar

Í annað skipti á innan við ári festist einstaklingur í …
Í annað skipti á innan við ári festist einstaklingur í fatagámi Rauða krossins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rauði krossinn ætlar að taka til skoðunar öryggi fatasöfnunargáma samtakanna. Greint var frá því að kona hefði setið föst í fatasöfnunargámi félagsins í gær en hún náði að komast út úr honum af sjálfsdáðum og var farin þegar lögregla kom á vettvang.

Tæpt ár er liðið síðan maður fannst látinn í einum gámanna. Nokkur umræða hefur skapast um málið og telja sumir að gámarnir séu dauðagildrur fyrir jaðarsett fólk í samfélaginu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Alltaf þegar eitthvað kemur upp á og viðkemur okkur tökum við málið ítarlega til skoðunar. Í vetur fórum við yfir alla gámana, létum taka þá út og tryggðum að allt væri eins og það ætti að vera,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins. Hún segir að málið verði skoðað strax í dag en eins og er standi ekki til að taka gámana úr notkun.

„Það varð hörmulegt slys síðasta vetur en þetta gerist alls ekki oft,“ segir hún. „Gámarnir eru merktir í bak og fyrir, á fleiru en einu tungumáli, einnig eru þeir með öryggisvottun frá Þýskalandi og við treystum þeirri vottun.“ steinar@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »