Haraldur kominn upp í 2. sætið

Haraldur Benediktsson.
Haraldur Benediktsson. mbl.is/Eggert

Breytingar urðu við lestur annarra talna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í kjördæminu, fór upp í 2. sætið en Teitur Björn Einarsson, fyrrverandi þingmaður, lækkaði niður í 3. sætið.

Haraldur sótt­ist eft­ir 1. sæti á lista flokks­ins eins og Þór­dís Kol­brún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins, sem leiðir eins og í fyrstu tölum.

Þegar talin hafa verið 998 atkvæði af 2200 skiptast þau þannig:

1. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, 644 atkvæði í fyrsta sæti.
2. Haraldur Benediktsson, 440 atkvæði í 1.-2. sæti.
3. Teitur Björn Einarsson, 582 atkvæði í 1.-3. sæti.
4. Sigríður Elín Sigurðardóttir, 392 atkvæði í 1.-4. sæti.

mbl.is